Þann 29. september 2022 voru liðin 100 ár frá stofnun Norræna félagsins á Íslandi og í tilefni aldarafmælisins var allt árið 2022 helgað norrænu samstarfi, norrænni vitund, menningu og samkennd.

29. september 2022

Norræna félagið á Íslandi fagnar í dag að eitt hundrað ár eru liðin frá stofnun félagsins.

Þau voru satt best að segja ekki mörg sem sáu tilgang eða mikið vit í hugmyndinni um norrænt samstarf þegar félagið var stofnað 29. september árið 1922. En hugmyndinni um norrænt samstarf, samstöðu og vinskap tókst að festa rætur í hrjóstrugum jarðvegi millistríðsáranna, lifa af og vaxa í gegnum heimsstyrjöldina síðari og springa síðan út, sem kröftug fjöldahreyfing um öll Norðurlöndin.

Lesa meira

Forseti Íslands gerist verndari Norræna félagsins

Embætti forseta Íslands hefur gerst verndari Norræna félagsins á Íslandi og í tilefni þess tók forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson á móti fulltrúum félagsins á Bessastöðum. Þetta er góður endapunktur á afar vel heppnað afmælisár og hvatning fyrir félagið. Við þökkum fyrir góðar móttökur.

Sjá frétt á heimasíðu forseta Íslands

Forseti Íslands ásamt fulltrúum Norræna félagsins á Bessastöðim.

Pistlaröð Norræna félagsins

Dagana 17.-28. október var þátturinn Uppástand á RÁS 1 sendur út í samvinnu við Norræna félagið á Íslandi í tilefni af 100 ára afmæli félagsins. Í þættinum flytur fólk stuttar hugleiðingar sem tengjast sama umfjöllunarefni og að þessu sinni var umfjöllunarefnið norrænt samstarf. Þættirnir voru á dagskrá alla virka daga kl. 12:03 og eru aðgengilegir í spilara RÚV.

Sjá nánar

Norrænt samstarf í 100 ár

Norrænu félögin eiga rót sína að rekja til hugsjóna og stefnu sem uppi var á Norðurlöndunum í lok 19. aldar. Skandinavisminn var stjórnmálahreyfing sem boðaði sameiningu eða stóraukið samstarf landanna byggt á sameiginlegri menningu þeirra og sögu. Í byrjun 20. aldar var stjórnmálaástandið í Evrópu mjög ótryggt sem varð m.a. til þess að konungar Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar ákváðu að efna til formlegs samstarfs milli ríkjanna.

Lesa meira

Vígsla norræns vinalundar í Fossvogi

Norrænn vinalundur var vígður í Fossvogsdal á afmælisdegi Norræna félagsins 29. september. 100 plöntur hafa verið gróðursettar í lundinum, þar af átta mismunandi trjáplöntur og runnar sem tákna hvert sitt land á Norðurlöndunum.

Lundurinn hefur þann tilgang að minna á gildi og mikilvægi norrænnar vináttu og samstarfs, en mun einnig nýtast til fræðslu um Norðurlöndin. Snælandsskóli og Fossvogsskóli munu geta nýtt sér lundinn til fræðslu og ánægju um ókomna tíð.

Nánar

Spurningaskrá í Þjóðháttasafni

Í tilefni af 100 ára afmæli Norræna félagsins leitaði félagið í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands til heimildamanna til að safna upplýsingum um viðhorf almennings til Norðurlandanna og norræns samstarfs.

Spurningaskráin er opin til svörunar í menningargagnagrunni Sarpsins.

Svara spurningaskrá

Norrænir viðburðir og merkisdagar

Í tilefni aldarafmælis Norræna félagsins á Íslandi var allt árið 2022 helgað norrænu samstarfi, norrænni vitund, menningu og samkennd.

100 ára afmæli Norræna félagsins
29. september, 2022

Norrænir viðburðir

Ef þú ert með norrænan viðburð getur þú skráð hann á viðburðadagatalið okkar ásamt upplýsingum um viðburðinn.

Örsögur

Við viljum gjarnan fá að birta skemmtilegar örsögur sem tengjast Norðurlöndunum eða norrænu samstarfi.

  • Lax matreiddur í Finnlandi.
  • Hjólað í Stokkhólmi
  • Á hundasleða í Finnlandi.
  • Kaupmannahöfn
  • Bókasafnið í Stokkhólmi
  • Málverk til sölu í Kristinestad.
  • Svarti demanturinn í Kaupmannahöfn.
  • Leikhús í Osló.
  • Hreindýr í Lapplandi, Svíþjóð.
  • Danmörk
  • Hús á Álandseyjum.
  • Tempelpladsens kirkjan í Finnlandi.
  • Kaupmannahöfn.

Það eru allir velkomnir

Markmið Norræna félagsins er að efla norrænt samstarf á öllum sviðum samfélagsins og styrkja vináttutengsl Íslendinga við aðrar norðurlandaþjóðir. Félagið starfar í deildum víða um landið og stendur fyrir ýmsum menningarviðburðum, tungumálanámskeiðum, vinabæjamótum, útgáfu, og mörgu fleiru.